Fleiri táningsmæður finnast

Kirkjan á svæði söfnuðarins í Texas. Íbúðarhús eru í bakgrunni.
Kirkjan á svæði söfnuðarins í Texas. Íbúðarhús eru í bakgrunni. AP

Rannsókn lögreglu á sértrúarsöfnuðinum í Texas vindur sífellt upp á sig. Á fimmtudag var gefið upp að 25 stúlkur til viðbótar hefðu orðið barnshafandi áður en þær náðu 18 ára lögaldri. Stúlkurnar sögðust í byrjun rannsóknar vera lögráða, en annað kom í ljós við frekari rannsókn.

Þar með nær málið til um 460 ólögráða einstaklinga sem grunað er að hafi verið misnotaðir.

Rannsóknaraðilar hafa undanfarið unnið að því að komast að því með DNA-prófum hvernig þeir sem til rannsóknar eru séu skyldir hver öðrum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert