Fær ekki afhent líffæri dóttur sinnar

Scarlett Keeling var fimmtán ára er hún var myrt.
Scarlett Keeling var fimmtán ára er hún var myrt.

Fiona MacKeown, móður bresku stúlkunnar Scarlett Keeling sem myrt var í  Goa á Indlandi í febrúar, var í dag neitað um að fá afhent líffæri stúlkunnar sem fjarlægð voru  án heimildar við krufningu á líki hennar. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

 KacKeown komst að því eftir að hún flutti lík dóttur sinnar heim frá Indlandi að magi hennar, leg og nýru höfðu verið fjarlægð. Hélt hún þá aftur til Indlands til að krefjast skýringa og rannsóknar á málinu. Hún segir lækna á háskólasjúkrahúsinu í Góa hafa lofað að afhenda líffærin í dag en að þeir hafi síðan hætt við það af ótta við lögsókn. 

Lögregla í héraðinu hélt því upphaflega fram að hin fimmtán ára Scarlett hefði drukknað úti fyrir Anjuna-ströndinni er hún var undir áhrifum áfengis og fíkniefna. MacKeown staðhæfir hins vegar að henni hafi verið nauðgað og hún myrt og staðfesti önnur krufning á líki stúlkunnar það.  

Barþjónninn Samson de Souza er í haldi vegna málsins og segir lögregla að vitni hafi gefið sig fram sem segist hafa séð hann nauðga stúlkunni. Annr maður, Placido Carvalho, er einnig í haldilögreglu grunaður um aðild að málinu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert