Madeleine setur enn svip á Praia da Luz

Frá sumarleyfisstaðnum Praia da Luz í Portúgal þaðan sem Madeleine …
Frá sumarleyfisstaðnum Praia da Luz í Portúgal þaðan sem Madeleine McCann hvarf. Reuters

Töluvert hefur borið á því að undanförnu að ferðamenn hafi komið til ferðamannastaðarins Praia da Luz í Portúgal, gagngert til þess að sjá þá staði sem verið hafa í fréttum vegna hvarfs bresku stúlkunnar Madeleine McCann. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Mest mun vera um að slíkir  ferðamenn séu aldraðir Portúgalar og koma þeir flestir á laugardögum. Flest mun fólkið koma frá Lisbon og algengt mun vera að það stilli sér upp fyrir myndatöku við íbúðina þar sem fjölskylda stúlkunnar dvaldi er hún hvarf og veitingastaðinn þar sem foreldrar hennar sátu að snæðingi er hún hvarf úr íbúðinni.

Einnig munu hópar ferðafólks koma í Nossa Senhora da Luz kirkjuna þar sem foreldrarnir Kate og Gerry McCann báðust fyrir fyrst eftir hvarf hennar.

„Þetta er ógeðslegt. Fólk stoppar og tekur myndir hvert af öðru við íbúðina,” segi íbúi í bænum. Þá segir barþjónn á svæðinu að það einkenni fyrir þessa ferðamenn að þeir passi vel upp á peningana sína. Þeir hafi því lítil áhrif á verslunar og veitingarekstur í bænum.

Sérstök bænamessa verður haldin í Nossa Senhora da Luz kirkjunni á morgun en þá verður nákvæmlega ár liðið frá hvarfi stúlkunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert