Náðu kókaíni að verðmæti ríflega 2 milljarða

Breska lögreglan fann mikið af kókaíni í bænum Harwich í Essex í dag. Talið er að söluvirði efnisins sé 15 milljónir punda, ríflega 2 milljarðar króna. Frá þessu er greint á fréttavef BBC í kvöld.

Sjö manns voru handteknir í hafnarbænum Harwich, eftir að lögreglan fann fíkniefnin. Hald var lagt á tvo flutningabíla, lögregla sagði að efnin hefðu öll fundist í öðrum þeirra en báðar bifreiðarnar tengdust þó málinu.

Talið er að bílarnir hafi verið að koma frá Hollandi. Fylgst hafði verið með þeim lengi vegna umsvifamikillar rannsóknar sem hefur lengi staðið yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert