Ólögleg kosning í Bólivíu?

Fólk í Santa Cruz fagnaði eftir að útgönguspár sögðu til …
Fólk í Santa Cruz fagnaði eftir að útgönguspár sögðu til um að 85% kysu aukna sjálfsstjórn. Reuters

Forseti Bólivíu Evo Morales hefur hafnað niðurstöðu kosningar um aukið sjálfstæði Santa Cruz-fylkis og segir hann hinar óopinberu kosningar ólöglegar. Morales hefur boðað til viðræðna við fylkisstjóra í þremur öðrum fylkjum sem búa sig undir að kjósa einnig um aukna sjálfsstjórn.

Samkvæmt Fréttavef BBC munu fyrstu talningar benda til þess að 80% íbúa í Santa Cruz vilji auka sjálfsstjórn fylkisins.

Verði aukið sjálfstæði Santa Cruz samþykkt fengju leiðtogar fylkisins, sem eru hægrisinnar, meiri völd yfir skattlagningu og nýtingu náttúruauðlinda, þ.á m. um 10% af olíu- og gaslindum landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert