Clinton vann í Vestur-Virginíu

Hillary Clinton vann öruggan sigur í forkosningum Demókrataflokksins í Vestur-Virginíuríki í dag, að sögn AP fréttastofunnar og sjónvarpsstöðva, sem byggja á útgönguspám.

Samkvæmt kosningaspá Fox sjónvarpsstöðvarinnar fékk Clinton 68% atkvæða en Barack Obama 32%. 

Alls er kosið um 39 kjörmenn í Vestur-Virginíu en þótt Clinton fái bróðurpart þeirra hefur Obama áfram  mikið forskot í kjörmannafjölda. Samkvæmt talningu sjónvarpsstöðvarinnar CNN hefur Obama tryggt sér 1876 kjörmenn á flokksþingi demókrata í sumar þar sem endanleg ákvörðun verður tekin um hver verður forsetaefni flokksins. Clinton hefur 1703 kjörmenn en frambjóðandi þarf 2025 kjörmenn þarf til að tryggja sér útnefningu flokksþingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert