Hætti í golfi vegna Íraksstríðsins

George Bush, Bandaríkjaforseti.
George Bush, Bandaríkjaforseti. Reuters

George Bush, Bandaríkjaforseti, hætti að spila golf árið 2003 af virðingu við fjölskyldur hermanna sem látið höfðu lífið í Íraksstríðinu.  Þetta sagði Bush í viðtali við Yahoo! and Politico vefritið.

Bush segir að honum hafi þótt það senda röng skilaboð ef myndir væru birtar of honum spilandi golf á meðan ungir hermenn berjast í stríði.  „Ég vil ekki að einhver móðir sem hefur misst son sinn í Írak sjái myndir af yfirmanni þjóðarinnar spilandi golf, ég verð að sýna fjölskyldum hermanna samstöðu," sagði Bush. 

Bush rekur ákvörðun sína aftur til 19. ágúst árið 2003 þegar sprengjuárás var gerð á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad, höfuðborg Íraks.  Sergio Vieira de Mello, aðalsendimaður SÞ lét lífið í árásinni og minnist Bush þess í viðtalinu að honum hafi verið fluttar fréttir af árásinni þegar hann var staddur á golfvelli í Texas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert