Ísraelar fallast á óformlegt vopnahlé

Palestínumenn sækja eldsneyti til matargerðar á bensínstöð í Gasasborg en …
Palestínumenn sækja eldsneyti til matargerðar á bensínstöð í Gasasborg en eldsneytisskotur er á Gasasvæðinu vegna aðgerða Ísraela. AP

Yfirvöld í Ísrael eru sögð ætla að  fallast á vopnhléssamkomulag sem sáttasemjari Egypta hefur lagt til með það að markmiði að binda enda á átök Ísraela og herskárra samtakana Palestínumanna á Gasasvæðinu. Ísraelar munu þó ekki ætla að lýsa opinberlega yfir vopnahléi. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, mun ræða samkomulagið við Hosni Mubarak Egyptalandsforseta í Sharm el-Sheikh í dag. Er hann sagður ætla að  gera forsetanum grein fyrir því að Ísraelar séu tilbúnir til að fallast á samkomulagið sem áfangamarkmið þar sem fyrsti áfanginn felst í því að hlé verði á hernaðaraðgerðum Ísraela og flugskeytaárásum Palestínumanna.  

Næsti áfangi mun síðan felast í því að efnahagslegum takmörkunum verði aflétt af Gasasvæðinu. Ísraelar munu hins vegar setja það skilyrði fyrir því af aflétta ferðatakmörkunum til og frá Gasasvæðinu að ísraelska hermanninum Gilad Shalit verði sleppt úr haldi Palestínumanna. Þá munu Ísraelar gera þá kröfu til Egypta að þeir herði aðgerðir sínar gegn vopnasmygli frá Egyptalandi yfir til Gasasvæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert