Smáeyja úrskurðuð í eigu Singapore

Loftmynd af smáeyjunni sem er kölluð Pedra Branca í Singapore, …
Loftmynd af smáeyjunni sem er kölluð Pedra Branca í Singapore, en Pulau Batu Puteh, í Malasíu. Reuters

Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að smáeyja, sem Singapore og Malasía hafa deilt um í 29 ár, sé hluti af Singapore.  Á fréttavef BBC kemur fram að eyðieyjan Pedra Branca, sem er á stærð við fótboltavöll, sé metin vegna hernaðarlega mikilvægrar staðsetningar. 

Úrskurður dómstólsins var Singapore í hag með tólf atkvæðum gegn fjórum, en deilur hófust árið 1979 þegar Malasía rengdi eignarétt Singapore.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert