Clinton biðst afsökunar

Hillary Rodham Clinton á umræddum fundi í Sioux Falls á …
Hillary Rodham Clinton á umræddum fundi í Sioux Falls á föstudag AP

Hillary Clinton, sem berst fyrir því að verða forsetaefni bandarískra demókrata í forsetakosningunum í nóvember, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um morðið á Robert Kennedy er hann sóttist eftir tilnefningu sem forsetaefni flokksins árið 1968. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

„Eiginmaður minn tryggði sér ekki útnefninguna árið 1992 fyrr en hann vann forkosningarnar í Kalíforníu í júní. „Við munum öll að Bobby Kennedy var myrtur í júní í Kalíforníu. Ég skil þetta ekki,” sagði Clinton á fundi með blaðamönnum í Sioux Falls í Suður-Dakóta. er hún var spurð að því hvers vegna hún haldi áfram kosningabaráttu, sem virðist töpuð.

„Mér þykir leitt hafi vísun mín í þennan harmleik, sem hafði mikil áhrif á þjóðina en þó sérstaklega Kennedy fjölskylduna, á einhvern hátt verið móðgandi. Það var alls ekki ætlun mín,” sagði Clinton en því hefur verið haldið fram að ummælin megi túlka sem svo að hún bindi vonir við að keppinautur hennar Barack Obama verði ráðinn af dögum.

Áður hafði talsmaður framboðs Obama sagt ummælin óviðeigandi og óheppileg. Talsmaður Clinton  sagði hins vegar upphaflega  að hún hefði aðeins vísað til eiginmanns síns og Kennedys sem sögulegra dæma um að tilnefningarferlið hefði áður dregist langt fram á sumar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert