Samningur um bann á klasasprengjum

Börnum í Líbanon kennt að forðast ósprungnar klasasprengjur.
Börnum í Líbanon kennt að forðast ósprungnar klasasprengjur. Reuters

Ríflega eitt hundrað þjóðir hafa komist að samkomulagi um að undirrita samning um bann á þeirri hönnun á klasasprengjum sem nú viðgengst. Starfsmenn úr utanríkisþjónustum fjölmargra landa samþykktu á ráðstefnu í Dublin á Írlandi að styðja bann við þessum vopnum.

Helstu framleiðendur og þau lönd sem eiga hvað mesta magnið af klasasprengjum í vopnabúrum sínum eru hins vegar mótfallin banninu, þar á meðal eru Bandaríkin, Rússland og Kína.

Fréttavefur BBC tilkynnti að Bretar hafi tilkynnt að þeir myndu taka sínar klasasprengjur úr umferð.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka