Þráðbeini turninn í Písa?

Mynd þessi var tekin 1999 er vinna hófst við að …
Mynd þessi var tekin 1999 er vinna hófst við að rétta turninn við. Reuters

Hinn frægi skakki turn í Písa hefur hætt að hallast í fyrsta sinn í 800 ára sögu sinni. Verkfræðingar sem hafa unnið að þriggja milljarða króna verkefni segja að turninn eigi ekki að haggast næstu 200 til 300 árin.

Það tók verkfræðiteymið 9 ár að stöðva hallann og fjarlægðu þeir um 70 tonn af jarðvegu undan norðurhlið turnsins til að ná takmarki sínu.

Turninn tók þá til við að rétta sig af og hélt hann því áfram eftir að jarðvegsvinnu lauk en nú sjö árum síðar hefur turninn rétt sig við sem nemur 48 sentímetrum og samkvæmt hátækni nemum í jarðveginum undir turninum er hann gjörsamlega staðnaður.

Skakkasti turninn er nú samkvæmt fréttavef BBC kirkjuturn lítillar sóknarkirkju í Þýskalandi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert