17 ára piltur stunginn til bana í Kaupmannahöfn

Tveir unglingspiltar, 17 og 18 ára, voru um miðnættið í nótt stungnir ítrekað með hnífum þar sem þeir voru á tónleikum með hljómsveitinni Magic System í Amager Bio í Kaupmannahöfn. Yngri pilturinn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi en hann var stunginn sjö sinnum.

Hinn pilturinn var stunginn tvívegis í bakið en stungurnar voru grunnar og hann er ekki í lífshættu.

Um 400 gestir voru í kvikmyndahúsinu, sem stendur við Øresundsgade. Átök brutust út framan við sviðið með þessum afleiðingum. Hópur pilta fór síðan út úr salnum og héldu átök áfram fyrir framan kvikmyndahúsið. Sjónarvottar segja að byssur hafi verið mundaðar og lögregla fann síðar skothylki á svæðinu.

Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Þar af voru fimm handteknir á Rigshospitalet.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert