Of feitar til að fljúga

Indverskir dómstólar hafa kveðið upp úrskurð þess efnis að Air India hafi haft rétt á að neita of þungum flugliðum um vinnu um borð í flugvélum sínum. Málið snérist um fimm flugfreyjur með mikla reynslu en voru kyrrsettar vegna líkamsþunga.

Dómararnir voru á sama máli og flugfélagið sem hélt því fram að of þybbnar flugfreyjur sköpuðu hættu og gætu stofnað farþegum í hættu.

Á fréttavef BBC kemur einnig fram að samkeppni milli flugfélaga væri mikil og að útlit og líkamsbygging flugfreyja skipti miklu máli og hefði áhrif á manngerð þeirra.

Flugfreyjur Air India klæðast hefðbundnum indverskum klæðnaði (sari) og keppa við mörg einkarekin flugfélög sem hafa ráðið yngri flugfreyjur í vestrænum búningum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert