Harður jarðskjálfti í Grikklandi

Jarðskjálfti, sem mældist 6,5 stig á Richter, varð á Pelópsskaga í Grikklandi í dag. Vitað er að minnsta kosti þrír slösuðust, þó ekki alvarlega, af völdum skjálftans og einhverjar skemmdir urðu á gömlum húsum í hafnarborginni Patras og í nokkrum þorpum á svæðinu. Þá hafa borist fréttir af því að fimm manns hafi lokast inni í rústum húss.

Að sögn sjónvarpsstöðva flúði fólk út úr húsum sínum þegar jarðskjálftinn reið yfir klukkan 13:25 að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru um 205 km frá Aþenu og fannst víða.  

Mikil jarðskjálftavirkni er í Grikklandi og þar verður um helmingur þeirra jarðskjálfta, sem mælast á meginlandi Evrópu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert