Forskot Obama eykst

Barack Obama og eiginkona hans Michelle.
Barack Obama og eiginkona hans Michelle. Reuters

Barack Obama, forsetaframbjóðandi bandarískra demókrata hefur aukið forskot sitt á John McCain, frambjóðanda repúblíkana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun bandarískra blaðsins Los Angeles Times.

Samkvæmt könnuninni nýtur Obama nú stuðnings 49% kjósenda en  McCain nýtur stuðnings 37%.

Könnunin sýnir einnig að mikill meirihluti stuðningsmanna Hillary Clinton, sem barðist um það við Obama að verða forsetaefni flokksins, hafi ákveðið að styðja Obama. Segast einungis 11% þeirra ætla að kjósa McCain.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert