Fær 62,5 milljónir króna fyrir getnaðarliminn

Rúmenskum manni voru í dag dæmdar skaðabætur en skurðlæknir skar …
Rúmenskum manni voru í dag dæmdar skaðabætur en skurðlæknir skar óvart af honum getnaðarliminn mbl.is/G. Rúnar

Rúmenskur dómstóll hefur fyrirskipað rúmenskum skurðlækni að greiða fyrrum sjúklingi sínum 500 þúsund evrur, 62,5 milljónir króna, í skaðabætur. En læknirinn skar fyrir mistök getnaðarlim mannsins af í skurðaðgerð.

Í júlí 2004 gerði Naum Ciomu mistök við skurðaðgerð á eista sjúklings en hann skar getnaðarlim mannsins af í stað þess að skera í eista mannsins.

Dómari við héraðsdóm í Búkarest komst að þeirri niðurstöðu í dag að Ciomu hafi sýnt af sér vítavert gáleysi við aðgerðina og dæmdi hann eins og áður sagði til að greiða sjúklingnum skaðabætur auk þess sem hann var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi.

Hluti af handleggsvöðva sjúklingsins, sem er á fertugsaldri, hefur verið græddur á hann í stað getnaðarlimsins en virkni vöðvans er takmörkuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert