41 látinn í Kabul

Tala látinna í sprengjutilræðinu við sendiráð Indlands í Afganistan í morgun er nú komin í 41 en 141 er einnig sár eftir sprenginguna. A.m.k. einn háttsettur lögregluforingi er á meðal hinna látnu. þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

„Slíkar hryðjuverkaárásir munu ekki hræða okkur frá því að uppfylla skyldur okkar við afgönsku þjóðina og afgönsku stjórnina," segir í yfirlýsingu indversku stjórnarinnar vegna málsins.

Tilræðismaðurinn ók bíl hlöðnum sprengiefnum í gegn um hlið sendiráðsins og þar á tvo sendiráðsbíla. Port sendiráðsins var yfirfullt af óbreyttum borgurum, sem hugðust sækja um vegabréfsáritun til Indlands, er tilræðið var framið.

Lík flutt af vettvangi árásarinnar í Kabul í morgun.
Lík flutt af vettvangi árásarinnar í Kabul í morgun. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert