Úran flutt frá Írak til Kanada

Bandaríkjaher sá um að flytja efnið frá Írak til Kanada.
Bandaríkjaher sá um að flytja efnið frá Írak til Kanada. Reuters

Bandaríkjaher hefur flutt hundruð tonna af úrani frá Írak til Kanada að beiðni íraskra stjórnvalda á þessu ári. Um er að ræða leynilega aðgerð sem hefur staðið í viku. Frá þessu greindi talsmaður bandarísku varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) í dag. 

Um er að ræða 550 tonn af úrani sem var selt kanadísku fyrirtæki. Það var flutt í vörubílum til græna svæðisins svonefnda í Bagdad. Þaðan flaug herflugvél með úranið til annars. Í framhaldinu var siglt með efnið til Kanada, sagði Bryan Whitman, talsmaður Pentagon.

„Aðgerðinni lauk um helgina, eða á laugardag,“ sagði Whitman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert