Verðhækkanir helsta umræðuefni leiðtoga G-8 ríkjanna

Leiðtogar G-8 ríkjanna og gestir þeirra við upphaf fundarins á …
Leiðtogar G-8 ríkjanna og gestir þeirra við upphaf fundarins á eyjunni Hokkaido í morgun. AP

Talið er að hækkandi matvæla- og eldsneytisverð verði  helstu umræðuefni leiðtogafundar G-8 ríkjanna sem hefst á japönsku eyjunni Hokkaido í dag. Til hafði staðið að umhverfismál yrðu helsta umræðuefni fundarins en allt útlit er fyrir að þau muni falla í skuggann af efnahagsmálum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Til stendur að afrískir leiðtogar geri grein fyrir áhrifum efnahagsástandsins í heiminum á heimsálfuna á hádegisverðarfundi fundarins í dag. Þá er gert ráð fyrir að ástandið í Simbabve verði einnig til umræðu.

Ráðamenn Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada, Rússlands og Þýskalands sitja fundinn auk fimmtán gesta, þar af nokkurra leiðtoga frá Afríku.

Um 20.000 lögreglumenn munu gæta fundarstaðarins þá þrjá daga sem fundurinn stendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert