Krónprins biður um eyðileggingu

Frá Danmörku.
Frá Danmörku. mbl.is/GSH

Hamza Bin Laden, sonur hryðjuverkaleiðtogans Osama Bin Laden, lýsir því yfir í myndbandi sem birt var á netinu í gær að Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Danmörk verði máð út af landakortinu.

„Láttu eyðileggingu Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Danmerkur fram koma. Ó Guð launaðu stríðsmönnunum, sem berjast gegn hinum vantrúuðu og yfirgangssömu. Ó Guð, leiddu unga múslíma og láttu þá uppfylla áætlanir stríðsins,” segir Hamza Bin Laden, sem er 16 ára og yngstur átján sona Osama Bin Ladens. Hamza.

Hann er talinn dvelja í landamærahéruðunum á landamærum Afganistans og Pakistans og er gjarnan kallaður krónprins hryðjuverkanna þar sem gert er ráð fyrir að hann muni taka við forystu al Qaeda samtakanna af föður sínum. Myndbandið er birt í tilefni af því að í vikunni voru  þrjú ár frá hryðjuverkaárásunum í London.  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert