SÞ gagnrýnir aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum

Ungur Palestínumaður kastar steini í átt að hliði þar sem …
Ungur Palestínumaður kastar steini í átt að hliði þar sem hinn umdeildi aðskilnaðarmúr á að rísa á Vesturbakkanum. Reuters

Sameinuðu þjóðirnar segja að það muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Palestínumenn ef Ísraelar halda áfram vinnu við að reisa aðskilnaðarmúrinn á fyrirhugðu svæði.

SÞ segir í nýrri skýrslu að nú þegar komist ekki þúsundir Palestínumanna til vinnu, þeir hafi misst land og geti ekki sótt sér mikilvæga þjónustu.

Í skýrslunni gagnrýna SÞ Ísraela fyrir að hafa ákveðið að reisa múrinn innan Vesturbakkans í stað þess að reisa hann á landamærum ríkjanna, sem þegar hafi verið samþykkt.

Fram kemur á BBC að skýrslan hafi verið tekin saman til að minnast þess að fjögur ár séu liðin frá því að Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði að múrinn væri ólöglegur, þar sem hann skeri  og farin inn á Vesturbakkann.

Þessu hafa Ísraelar hafnað. Þeir halda því fram að múrinn sé nauðsynlegur eigi Ísraelar að koma í veg fyrir árásir Palestínumanna. Palestínskir embættismenn saka Ísraela um landtöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert