Betancourt skildi eiginmanninn eftir

Ingrid Betancourt með börnum sínum Melanie og Lorenzo.
Ingrid Betancourt með börnum sínum Melanie og Lorenzo. REuters

Það vakti athygli hversu kuldalega Betancourt heilsaði manni sínum er hún losnaði úr haldi FARC samtakanna í Kólumbíu eftir sex ára gíslingu. Tveimur dögum síðar hélt hún síðan til Frakklands ásamt börnum sínum af fyrra hjónabandi en án Lacomte.

Lacompte segir í viðtali við blaðið El Tiempo sem gefið er út í Bogota, að hugsanlegt sé að ást Betancpurt á honum hafi fjarað út á meðan hún var í gíslingu í frumskógum Kólumbíu. Hann neitar hins vegar alfarið sögusögnum um að hann hafi stofnað til ástarsambands við aðra konu á meðan Betancourt var í haldi FARC.Lecompte og Betancourt gengu í hjónaband árið 1997 og hefur hann barist ötullega fyrir frelsun hennar. Betancourt á tvö börn með fyrri eiginmanni sínum, sem er franskur, og hafa þau búið hjá föður sínum á Nýja Sjálandi frá því hún hóf afskipti af stjórnmálum í Kólumbíu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert