Bretar lofa aðstoð í baráttu við uppreisnarmenn

Borpallur í ósum Níger sem ráðist var á í síðasta …
Borpallur í ósum Níger sem ráðist var á í síðasta mánuði. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hyggst bjóða forseta Nígeríu, Umaru Yar'Adua fram aðstoð í baráttu hans við uppreisnarmenn á olíusvæðum við ósa Níger. Brown og Yar'Adua munu funda í næstu viku.

Á  miðvikudaginn var ögraði Brown uppreisnarmönnunum með yfirlýsingu þar sem hann tilkynnti að Bretland væri reiðubúið til að hjálpa Nígeríumönnum að kljást við útlaga á svæðinu til að hægt væri að auka öryggi nægilega til að tryggja að Nígería gæti náð þeirri framleiðslugetu sem hún er fær um, og átti þar við olíuframleiðslu.

Hreyfing þeirra uppreisnarmanna sem berjast fyrir frelsi Nígerósa hafa brugðist við með því að afturkalla vopnahlé sem áður hafði verið samið um.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert