Undirgefni samræmist ekki frönskum gildum

Búrka.
Búrka. Reuters

Franskur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni konu, sem búið hefur í landinu í átta ár, umríkisborgararétt, á þeirri forsendu að trúarskoðanir hennar samræmist ekki frönskum gildum. Konan, sem klæðist búrku að hætti múslíma er gift frönskum ríkisborgara og eiga þau þrjú börn sem fædd eru í Frakklandi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Í skýrslu félagsmálayfirvalda um stöðu konunnar er hún algerlega undirgefin karlmönnum í fjölskyldu sinni. Henni var synjað um ríkisborgararétt árið 2005 en áfrýjaði þeim úrskurði til áfrýjunardómstóls. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert