Palestínumenn að missa þolinmæðina

Palestínumaður skýtur af slöngubyssu í mótmælaaðgerðum gegn aðskilnaðarmúr Ísraela.
Palestínumaður skýtur af slöngubyssu í mótmælaaðgerðum gegn aðskilnaðarmúr Ísraela. AP

Leiðtogar heimastjórnar Palestínumannaá Vesturbakkanum eru nú sögð vera að íhuga að slíta samningaviðræðum sínum við yfirvöld í Ísrael og að lýsa einhliða yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Þá munu yfirvöld á Vesturbakkanum vera að endurskoða fyrirkomulag öryggismála sinna. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

„Í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp í viðræðum okkar við Ísraela eru ráðamenn að velta fyrir sér ýmsum möguleikum, segir ónefndur palestínskur embættismaður í samtali við arabíska dagblaðið a-Sharq al-Awset.

Salah Rafat, miðstjórnarmaður Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) segir að leiðtogar Palestínumanna muni geta tekið skýra og afgerandi ákvörðun varðandi framhald friðarferlisins að loknum fundi sínum með fulltrúum Ísraela og Bandaríkjanna í Washington í næstu viku.

Þá staðhæfði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í morgun  að enn væri svigrúm til að ná friðarsamningum á milli Ísraela og Palestínumanna fyrir lok þessa árs. Kvaðst hún binda miklar vonir við fundinn í næstu viku og að þar muni koma fram besta málamiðlun sem til sé.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert