Karadzic neitaði að lýsa yfir sekt eða sakleysi

Radovan Karadzic fyrrum leiðtogi Bosníu Serba, neitaði að lýsa yfir sekt eða sakleysi er hann kom fyrir dómara Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag í dag. Hann sagði til nafns og gaf bæði upp heimilisföng fjölskyldu sinnar í Pale í Bosníu og íbúðarinnar þar sem hann dvaldist í Belgrad í Serbíu er hann var handtekinn.

Karadzic var m.a. spurður um það hvort fjölskylda hans vissi hvar hann væri niðurkominn og svaraði hann því til að hann teldi varla mögulegt að nokkur maður vissi það ekki.

Karadzic lýsti því einnig yfir að hann ætli að verja sig sjálfur í málaferlunum gegn honum en hann er ákærður fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi gegn Króötum og múslimum í Bosníu og Hersegóvínu á árunum 1992-1995.

Radovan Karadzic fyrrum leiðtogi Bosníu Serba, er hann kom fyrir …
Radovan Karadzic fyrrum leiðtogi Bosníu Serba, er hann kom fyrir dómara í dag. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert