Ætla að ákæra Musharraf

Búast má við enn frekara uppnámi í stjórnmálum Pakistans en hefur verið til þessa eftir að stjórnarflokkarnir tveir samþykktu á fundi í gærkvöldi, að ákæra Pervez Musharraf, forseta landsins, til embættismissis.

Viðræður flokkanna þriggja um málið stóðu í þrjá daga milli leiðtoga stjórnarflokkanna tveggja, þeirra Asif Ali Zardari, ekkils Benazir Bhutto, og Nawaz Sharif.

Fregnir herma að stjórnarandstaðan vinni ötullega að þessu máli vegna ótta um að Musharraf verði fyrri til og leysi upp þingið.

Embættismenn segja, að Musharraf hafi hætt við að fresta fyrirhugaðri ferð sinni til Peking þar sem hann ætlar að vera viðstaddur setningarathöfn ólympíuleikanna. 

Musharraf sagði í gærmorgun að hann hefði hætt við förina en samkvæmt fréttavefnum Al Jazeera tilkynnti talsmaður forsetans það í gærkvöldi að hann ætlaði að fara.

Kína og Pakistan eru nánir bandamenn.

Stjórnarflokkarnir tveir hafa einnig ákveðið að setja dómara, sem Musharraf rak þegar hann lýsti yfir neyðarástandi í fyrra, aftur inn í embætti.   

Musharraf hefur undanfarnar vikur neitað að láta undan þrýstingi og hætta sem forseti. Hann hefur þess í stað lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að vinna með stjórnarandstöðunni að vandamálum eins og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir átök í ættbálkahéruðun landsins sem og vandamálum sem skapast vegna hækkandi olíu- og matarverðs.

Pervez Musharraf.
Pervez Musharraf. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert