Reynt að stuðla að friði

Rússneskir skriðdrekar skjóta 152 mm sprengikúlum á skotmörk í Georgíu.
Rússneskir skriðdrekar skjóta 152 mm sprengikúlum á skotmörk í Georgíu. Reuters

Sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og NATO eru væntanlegir til Georgíu, en þeir munu reyna miðla málum í deilu Georgíumanna og Rússa vegna Suður-Ossetíu. Átökin hafa farið harðnandi í dag.

Talið er að mörg hundruð manns hafi annað hvort fallið eða særst í átökunum sem hafa staðið yfir í þrjá daga, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Nú þegar hafa hundruð manna flúið heimili sín í Suður-Ossetíu og Georgíu, en Rússar hafa gert loftárásir á marga bæi í Georgíu. Þarlend stjórnvöld segja að 60 hafi látist - þar af margir saklausir borgarar - í loftárás Rússa á bæinn Gori, sem er skammt frá S-Ossetíu.

Embættismenn í Rússlandi halda því hins vegar fram að  mörg hundruð saklausra borgara hafi látist í S-Ossetíu. Því neita stjórnvöld í Georgíu.

Rússneskir skriðdrekar á ferð við Dzhava í Suður-Ossetíu.
Rússneskir skriðdrekar á ferð við Dzhava í Suður-Ossetíu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert