Þyrla Stoltenbergs vekur athygli

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. norden.org/Magnus Fröderberg

Þyrla sem forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, hefur samið um afnot af næstu þrjú árin, er meðal annars útbúin með barskáp, en hún var áður í eigu krónprinsins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Hefur þetta vakið athygli út fyrir landssteinana í Noregi, því að fréttavefur danska blaðsins Berlingske Tidende greinir frá þessu, og vitnar í frétt norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv.

Auk barskápsins eru í þyrlunni þægilegir stólar, sem krónprinsinn, Sheik Sultan Bin Khalifa Bin Zayed Al Nahyan, lét setja í hana. Hann notaði þyrluna sem einkaflugvél, hefur DN.no eftir heimasíðu fyrirtækisins sem rekur þyrluna, Nor Copter. Eigandinn er aftur á móti Otium AS, sem aftur er í eigu fjárfestisins Tore Lie.

Norska forsætisráðuneytið hefur gert samning til þriggja ára um að forsætisráðherrann, eða aðrir ráðherrar, geti fengið afnot af þyrlunni ef þurfa þyki. Ráðuneytið krafðist þess, að fá aðgang að lista yfir alla aðra sem ferðist með þyrlunni. Er þetta gert af öryggisástæðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert