Liðsmenn McCains gagnrýna Biden

Barack Obama og Joseph Biden á kosningafundi í byrjun ágúst.
Barack Obama og Joseph Biden á kosningafundi í byrjun ágúst. Reuters

Liðsmenn Johns McCains, forsetaefnis Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sögðu ljóst að með því að velja Joseph Biden sem varaforsetaefni væri Barack Obama, frambjóðanda Demókrataflokksins, að viðurkenna að hann sé ekki tilbúinn til að taka við forsetaembættinu.

„Það hefur enginn gagnrýnt reynsluleysi Baracks Obama harðar en Joe Biden," sagði Ben Porritt, talsmaður framboðs McCains, í yfirlýsingu.

„Biden hefur fordæms vonda dómgreind Obama í utanríkismálum og fært rök fyrir því, sem Bandaríkjamenn eru nú að gera sér grein fyrir, að Obama er ekki tilbúinn til að verða forseti."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert