Rice harmar ákvörðun Rússa

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, sagðist í Ramallah í Palestínu í dag harma þá ákvörðun Rússa að viðurkenna tvö héruð í Georgíu sem sjálfstæð. Með því brytu þeir í bága við ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, sem þeir væru jú aðilar að.

Rice sagði að að Abkasía og Suður-Ossetía væru hluti af alþjóðlega viðurkenndum landamærum Georgíu og þau yrðu það áfram.

Rússar hafa verið harðlega gagnrýndir vegna framgöngu sinnar í stríðinu og þykja ekki hafa efnt skilmála vopnasamkomulags sem þeir undirrituðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert