59 látnir af völdum Gústavs

Fimmtíu og einn hefur látið lífið á Haítí af völdum hitabeltisstormsins Gústavs, og er þá tala látinna af völdum veðursins alls komin í 59. Það fór yfir austurhluta Jamaíka í dag og stefnir á Caymaneyjar, og nálgast vindhraðinn fellibylsstyrk.

Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í Louisiana í Bandaríkjunum og Þjóðvarðliðið sett í viðbragðsstöðu. Óttast er að Gústav muni valda álíka glundroða í Louisiana og fellibylurin Katrina gerði fyrir þremur árum.

Bíll á kafi í aurflóði af völdum Gústavs á Haítí …
Bíll á kafi í aurflóði af völdum Gústavs á Haítí í dag. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert