Norðmenn vilja ekki ræða við bin Laden

Osama bin Laden.
Osama bin Laden. Reuters

Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs segir nú, að Norðmenn séu ekki reiðubúnir til viðræðna við Osama bin Laden eða aðra fulltrúa al-Qaeda. Utanríkisráðuneytið norska sendi í dag út tilkynningu þar sem sagði að ummæli aðstoðarráðherrans hafi verið mistúlkuð í gær á þá lund, að Norðmenn væru tilbúnir til viðræðna við bin Laden.

Frá þessu greinir Aftenposten, en Dagsavisen hafði í gær eftir Raymond Johansen, aðstoðarutanríkisráðherra, að það væri „engin þörf á friðarviðræðum við vini sína heldur óvininn,“ en hann kvaðst um leið ekki fara í grafgötur með að bin Laden hefði engan áhuga á viðræðum.

En sú túlkun fréttastofunnar NTB á orðum sínum, að Norðmenn vilji ræða við bin Laden, gefi „ranga mynd af utanríkisstefnu Noregs.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert