Vænir starfslokasamningar vekja furðu Obama

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Forsetaefni demókrata, Barack Obama, segist vera afar undrandi yfir þeim fréttum að mögulega verði gerðir vænir starfslokasamningar við forstjóra bandarísku íbúðalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac. Samningarnir eru sagðir geta numið allt að 15 milljónum Bandaríkjadala hvor.

„Í gær sendi ég [Henry] Paulson fjármálaráðherra og [James] Lockhart [yfirmanns bandarísku íbúðalánastofnunarinnar] bréf þar sem ég geri þeim ljóst að mér þykir óviðunandi að forstjórar þessarar stofnana stórgræði á meðan bandaríska fjármálaráðuneytið hefur stigið stór skref, sem engin fordæmi eru fyrir, til að bjarga þessum fyrirtækjum með fé skattgreiðenda,“ sagði Obama við blaðamenn.

„Ég vona að fjármálaráðherrann skoði þetta mál gaumgæfilega,“ bætti Obama við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert