Varað við eldsneytisskorti

Flóðin valda ýmsum vanda í Texas.
Flóðin valda ýmsum vanda í Texas. AP

Bandarískar olíuhreinsunarstöðvar sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum Ike gætu tekið allt að níu daga að komast aftur í gagnið tilkynnti Kay Bailey Hutchison öldungadeildaþingmaður fyrir Texas í dag.

Rafmagnsleysi og flóð hamla framleiðslunni og því gæti samkvæmt fréttavef BBC orðið vart við skort á eldsneyti.

Til þessa hafa einungis fjögur dauðsföll verið skráð á reikning Ike, tveir í Texas og tveir í Louisiana.

Veðrið henntar ekki vel til leitarstarfsins, óveður geisar víða meðfram suðausturströnd Texas og meira hefur rignt á þeim svæðum þar sem Ike olli miklum flóðum.

Í Houston sem er fjórða stærsta borg Bandaríkjanna hefur verið sett á útgöngubann frá klukkan níu á kvöldin til 6 á morgnanna. Bannið mun gilda í eina viku og er ástæðan fyrir því að borgin er enn að mestu leyti rafmagnslaus. Því er fólk af öryggisástæðum beðið að vera ekki á ferli.

Bush Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja Houston á þriðjudaginn til að sýna fórnarlömbum fellibylsins samúð sína. Hann hefur beðið fólk sem yfirgaf borgina að snúa ekki aftur fyrr en borgaryfirvöld telji það öruggt.

Vatnsfylltar götur og fallin tré eru helstu farartálmarnir sem björgunarsveitirnar þurfa að kljást við.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert