Foreldrar fá upplýsingar um kynferðisglæpamenn

Bresk yfirvöld hyggjast hleypa af stokkunum tilraunaverkefni sem miðar að því að foreldrar geti fylgst betur með öryggi barna sinna. Foreldrar geta farið fram á að lögregla rannsaki feril fólks.

Ef lögregla kemst að því að nýr kærasti einstæðrar móður, starfsmaður á leikskóla eða aðrir sem annast börn hefur hlotið dóm fyrir barnaníðslu eða legið undir grun um að hafa brotið gegn börnum geta foreldrar fengið upplýsingar um það hafi þau beðið um rannsókn.

Samkvæmt fréttavef BBC mun verkefnið standa í eitt ár í Warwickshire, Cambridgeshire, Cleveland og Hampshire.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert