Vaxandi hungursneyð vegna hækkandi heimsverðs

Talið er að tala þeirra sem búa við hungursneyð muni …
Talið er að tala þeirra sem búa við hungursneyð muni fara yfir milljarð í lok árs 2008. AP

Fjöldi þeirra sem búa við hungursneyð jókst úr 850 milljónum manna í 925 milljónir í byrjun árs 2008. Ástæðan er hækkandi heimsverð, að því er Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir.  

Fjöldi þeirra, sem þjáðust af vannæringu jókst þegar árið 2007 um 75 milljónir, áður en mestu áhrif hækkandi heimsverðs komu fram.

Verðskrá sem FAO byggir á sýnir að heimsverð á matvælum hækkaði um 12% árið 2006, 24% árið 2007 og 50% á fyrstu átta mánuðum ársins 2008. Giskað er á að fjöldi þeirra sem hækkandi matvælaverð muni hafa áhrif á muni fara yfir milljarð manna í lok þessa árs.

Talið er að um 30 milljarða dollara, jafnvirði 2.783,40 milljarða kr., á ári þurfi til að tvöfalda matvælaframleiðslu og útrýma hungri.  Sú tala er talin hógvær miðað við hversu miklu fjármagni mörg lönd eyða í vopn.  Eftir toppfund FAO í júní var þess strengt heit að minnka hungursneyð í heiminum um helming fyrir árið 2015.

Serfræðingar segja að nokkrir þættir séu valdir að ástandinu. Þar á meðal olíuverð, vaxandi notkun lífefnaeldsneytis og vaxandi neysla á kalolríuríkum mat, sérstaklega kjöti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert