Berlínarmúrinn seldur

Kíkt yfir Berlínarmúrinn á minningarreit í Bernauer Strasse.
Kíkt yfir Berlínarmúrinn á minningarreit í Bernauer Strasse. Reuters

Að sögn talsmanna uppboðshúss í Berlín hefur eitt af síðustu múrbrotum Berlínarmúrsins verið selt fyrir sem nemur rúmri einni milljón króna.

Múrbrotið, sem er nokkuð stórt og með veggjakroti, var keypt til að hafa til sýnis í skrifstofubyggingu, þetta kemur fram á vef BBC. Selt hefur verið töluvert magn falsaðra múrbrota í gegnum árin, sem sögð hafa verið úr Berlínarmúrnum, en talsmenn uppboðshússins segja þetta brot vera ekta.

Berlínarmúrinn féll árið 1989 og var stór hluti hans notaður til vegagerðar en einhverjir hlutar prýða nú söfn víða um heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert