Sértrúarsöfnuður grunaður um barnaníð

Lögregla réðist um helgina til inngöngu í húsnæði sértrúarsafnaðar í Arkansas í Bandaríkjunum  en grunur leikur á að söfnuðurinn tengist barnaklámi og öðrum níðingsverkum gegn börnum.  Lögregla tók sex börn, sem voru í byggingunni, í sína vörslu.

Ekki kom fram hvað börnin eru gömul en í tölvupósti, sem stjórnvöld í Arkansas sendu óvart til nokkurra fréttamanna í síðustu viku, var talað um stúlkur á aldrinum 12-14 ára.

Um 100 lögreglumenn tóku þátt í húsleitinni um helgina. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir í tvö ár en grunur leikur á að Tony Alamo, leiðtogi safnaðarins, hafi neytt stúlkur undir lögaldri til að giftast karlmönnum í söfnuðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert