Ný útfærsla björgunarpakkans

Spencer Bachus, Chris Dodd og Jack Reed ræddu við fjölmiðla …
Spencer Bachus, Chris Dodd og Jack Reed ræddu við fjölmiðla eftir fundinn KEVIN LAMARQUE

 Bandaríkjaþing hefur náð samstöðu um mótttillögu við 700 milljarða björgunarpakka George Bush. Þingmenn beggja flokka samþykktu nokkrar grundvallarbreytingar á tillögunni, m.a. að fjármálaráðuneytið greiði upp verðlaus undirmálslán  til að fá bankana til opna fyrir lánveitingar að nýju.

Nýja tillagan mun aðstoða fasteignareigendur, koma taumhaldi á launa til stjórnenda fyrirtækja sem leita hjálpar og tryggja yfirsýn yfir framkvæmdir fjármálaráðuneytisins. Áður hafði verið gagnrýnt að tillaga Bush færði fjármálaráðherranum Henry Paulson of mikil völd.

Samkvæmt áætluninni mun fjármálaráðuneytið nú fá fjárveitingu í smærri hlutum og munu 250 milljarðar vera strax til reiðu, í stað 700, samkvæmt Wall Street Journal.

Christopher Dodd, formaður bankanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði að breytingarnar væru gríðarlega mikilvægar fyrir skattgreiðendur og með þeim gæti bandaríska þjóðin andað rólegar yfir aðgerðunum. Hann vildi hinsvegar ekki greina frá breytingunum í smáatriðum. 

Hann sagðist bjartsýnn á að nú yrði bráðlega gripið til aðgerða, en tillagan verður tekin fyrir með athugasemdum þingsins á næstu dögum.

Þingmenn sögðust vilja senda þau skilaboð að markaðir ættu að róast. Það virðist hafa gengið eftir því Dow Jones vísitalan hækkaði um 300 stig eftir að samþykktin var tilkynnt.

George Bush sagði í sjónvarpsávarpi sínu til bandarísku þjóðarinnar í gær að ef ekki yrði brugðist við fjármálakreppunni nú myndi það kosta þjóðina meira síðar. Hann hefur boðið John McCain og Barack Obama í Hvíta húsið klukkan 20 í kvöld til að ræða björgunaraðgerðirnar.

Christopher Dodd, formaður bankanefndar öldungardeildarþingsins er bjartsýnn á að breytt …
Christopher Dodd, formaður bankanefndar öldungardeildarþingsins er bjartsýnn á að breytt tillaga fari alla leið KEVIN LAMARQUE
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert