Sex salmonellusjúklingar látnir í Danmörku

Að minnsta kosti sex eru látnir af völdum salmonellufaraldurs í Danmörku en samkvæmt heimildum heilbrigðisyfirvalda þar í landi hafa 822 tilfelli verið skráð í landinu frá því í 15. september. Sá yngsti sem látið hefur lífið af völdum sýkingarinnar var 33 ára. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.Aðrir sem látið hafa lífið voru 58 , 70, 74 og 85 ára. Verið er að rannsaka dauða þeirra og kanna hvort aðrir sjúkdómar hafi stuðlað að því hversu illa sýkingin lagðist í þá

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert