Danskir klerkar sakaðir um valdabrölt

Ahmed Akkari er mjög umdeildur í Danmörku.
Ahmed Akkari er mjög umdeildur í Danmörku. AP

Ahmed Akkari, fyrrum múslímaklerkur í Danmörku, hefur birt grein á arabísku, þar sem hann segist hafa flutt til Grænlands til að forðast valdabrölt leiðtoga múslíma í Danmörku sem hann segir hafa notfært sér Múhameðsteikningamálið sjálfum sér til framdráttar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Það lítur út fyrir að einhverjir hafi nýtt sér þetta með stórfelldum hætti til að koma sér vel fyrir á einum eða öðrum stað eða að þeir hafi að minnsta kosti hugsað hlutina meira út frá sjálfum sér en öðru. Slíkt get ég ekki sætt mig við eða þagað um,” sagði Akkari í útvarpsviðtali í þættinum  P1 Morgen á DR.

Í greininni segir hann ónefnda múslímaklerka hafa nýtt sér teikningamálið til að auglýsa sig bæði opinberlega og styrkja stöðu sína innan samfélags múslíma bæði í Danmörku og annars staðar. Þá segist hann vonast til að greinin opni augu múslíma í Danmörku fyrir því sem átt hafi sér stað á bak við tjöldin.

Akkari, sem var í hopi danskra múslíma sem fóru til Miðausturlanda til að safna stuðningi við mótmæli múslíma vegna birtingar Múhameðsteikninganna, vill hins vegar ekki ræða um sinn þátt í málinu eða það hvort hann hafi gert mistök.

„Við erum manneskjur og gerum að sjálfsögðu mistök sem við hugsum um eftir á,” segir hann. „Það er hlutur sem ég mun kannski fjalla um fái ég einhvern tíma tækifæri til að skrifa bók Hann hafði áður neitað því að Múhameðsteikningamálið hafi átt þátt í því að hann ákvað að flytja til Grænlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert