Ísland á „bílskúrssölu“

„Bílskúrssölur“ eru hafnar á eigum íslenskra banka erlendis, segir á norska viðskiptavefnum E24, þar sem fjallað er um sölur á fyrirtækjum í eigu Kaupþings og Glitnis í Bretlandi og á Norðurlöndunum.

Í fréttinni á E24 segir frá kaupum ING í Bretlandi á Edge og Heritable bönkunum þar í landi, sem voru í eigu Kaupþings og Landsbankans, sölu á Kaupþingi í Svíþjóð, sem kunni að enda í höndum sænska seðlabankans, fáist ekki kaupendur.

Þá sé dótturfyrirtæki Glitnis í Finnlandi og til sölu, en Glitnir Finland var stofnað í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert