Þingkona hringdi í spákonu

Spákonurnar í Noregi sáu ekki fyrir að aðstoð þeirra kæmi …
Spákonurnar í Noregi sáu ekki fyrir að aðstoð þeirra kæmi þingkonunni í koll. Myndin er af íslenskri spákonu sem tengist fréttinni ekki. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Norska þingkonan Saera Khan mun ekki sækjast eftir endurkjöri eftir að í ljós kom að hún hringdi 793 sinnum á níu mánuðum í símaþjónustu spákonu og hlustaði á spádóma hennar í samanlagt 133 klukkustundir.

Samkvæmt norska Aftenposten sem hefur talað við fjölda spákvenna sem Khan ráðfærði sig við þá mun hún hafa spurt þær um hvaða sæti hún myndi að öllum líkindum fá á lista Verkamannaflokksins í komandi prófkjöri, svarið var sjötta sætið og mun það hafa gengið eftir.

Kahn mun ekki þiggja það sæti en hún hefur tekið sjúkraleyfi og mun hafa endurgreitt reikninginn fyrir spákonusímtölin, samtals 48 þúsund norskar krónur eða tæpa milljón íslenskra króna.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert