Úkraína hlýtur aðstoð frá IMF

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF. Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur ákveðið að veita stjórnvöldum í Úkraínu 16,5 milljarða dala lán til að efla traust á efnahagslífinu í landinu, styrkja efnahagslegar stoðir og tryggja stöðugleika.

Úkraína hefur treyst nær alfarið á útflutning á sínum auðlindum, en verðið á þeim hefur lækkað mikið að undanförnu.

Ungverjaland, Pakistan og Hvíta-Rússland eiga einnig í viðræðum við IMF um aðstoð í fjármálakreppunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert