Skildi dæturnar eftir í 50°C frosti

Kanadískur maður hefur játað á sig glæpsamlega vanrækslu en hann skildi dætur sínar eftir til að deyja á akri í 50°C frosti. Stúlkurnar, 1 og 3 ára, voru aðeins í bleyjum og bolum.

29. janúar sl. ákvað hinn 24 ára gamli Christopher Pauchay að ganga til nágranna síns en hann var afar drukkinn. Í vindunum sem blésu má áætla að frostið hafi verið um 50°C en hann ákvað að taka fáklæddar dætur sínar með.

 Þegar Pauchay kom að húsi nágranna síns var hann svo illa haldinn af kali og ofkælingu að hann var fluttur rakleiðis á spítala. Þegar hann vaknaði á spítalanum 8 klukkustundum síðar spurði hann um dætur sínar, sem voru ekki með honum í för þegar hann knúði á dyr nágrannans.

Umsvifalaust hófst leit að stúlkunum tveimur sem lauk nokkrum tímum síðar þegar þær fundust látnar á snjóhvítum akri. Pauchay var kærður fyrir glæpsamlega vanrækslu sem leiddi til dauða beggja stúlknanna.

Pauchay grét í réttarsalnum í dag eftir að hafa lýst sig sekan en hann sagðist hafa skilið stúlkurnar eftir á akrinum þar sem önnur þeirra meiddi sig og ætlaði hann að sækja hjálp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert