2,6 milljónir ítalskra fjölskylda lifa undir fátækramörkum

Rúmlega 2,6 milljónir ítalskra fjölskyldna lifa undir fátækramörkum. Það gerir um 11% af öllum fjölskyldum í landinu. Þetta eru niðurstöður opinberrar könnunar sem voru birtar í dag. 

Árið 2007 var fjöldi fátækra fjölskyldna í landinu 2.653.000. Fátækir einstaklingar alls voru 7.542.000, sem jafngildir um 12,8% af heildaríbúafjöldanum, skv. niðurstöðum ítölsku hagstofunnar (Istat).

Einstaklingar sem eru með 591,10 evrur (um 97.000 kr.) í mánaðarlaun eða minna eru skilgreindir sem fátækir skv. Istat. Þá sama á við ef samanlagðar mánaðartekjur tveggja einstaklinga eru 986,35 evrur (um 162.000) á mánuði eða minna, og sameiginlegar mánaðartekjur þriggja einstaklinga eru 1.311,85 evrur (um 215.000) á mánuði.

Fjöldi fátækra hefur haldist nokkuð stöðugur undanfarin fimm ár að sögn Istat.

Einn þriðji allra fjölskyldna á Ítalíu býr í suðurhluta landsisn. Tveir þriðju hlutar þeirra lifa í fátækt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert