Tími efndanna runninn upp

Barack Obama, næsti forseti Bandaríkjanna, hefur vakið upp vonir í brjóstum milljóna manna um breytingar. Nú þegar 76 dagar eru þar til hann sver embættiseið liggur fyrir að erfitt mun verða að uppfylla hinar gífurlegu væntingar kjósenda.

Mikill mannfjöldi kom saman í borgum víðsvegar um Bandaríkin til að fagna sigrinum.

Þegar ljósin verða slökkt í veislusalnum tekur við veruleiki flókinna vandamála, sem vart verða auðleyst.

Þegar er því farið að ræða um að einhverjir gætu orðið fyrir vonbrigðum, enda væntingastuðullinn í hæstu hæðum hjá milljónum kjósenda, þar með talið fólks úr minnihlutahópum sem telur röðina nú komna að málaflokkum sínum, eftir aðrar áherslur Bush-stjórnarinnar.

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert