Syni Bin Ladens vísað úr landi

Zaina Alsabah Bin Laden ásamt eiginmanni sínum, Omar Bin Laden.
Zaina Alsabah Bin Laden ásamt eiginmanni sínum, Omar Bin Laden. AP

Sonur Osama Bin Ladens, sem óskaði eftir pólitísku hæli á Spáni en var neitað, er kominn til Katar. Honum hafði einnig vísað úr landi í Egyptalandi. Omar Bin Laden, sem er 27 ára, kveðst vera friðarsinni og segist ekki deila skoðunum föður síns, sem hann segist ekki hafa séð í átta ár.

Bresk eiginkona Omars, Zaina Alsabah Bin Laden, segir að vegna þess að þau hafi fordæmt hryðjuverkasamtökin al-Qaeda þá sé líf þeirra í hættu í Miðausturlöndum.

Ekki liggur fyrir hvort þau megi vera í Katar, en vitað er að þeim hefur gengið illa að fá vegabréfsáritanir í Bretlandi.

Omar Bin Laden er einn af 19 sonum hryðjuverkaleiðtogans. Hann óskaði eftir pólitísku hæli á Spáni þegar hann lenti á Barajas-flugvellinum í Madrid ásamt eiginkonu sinni, sem er 52ja ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka